fdroiddata/metadata/net.osmand.plus/is/description.txt
2019-03-29 07:32:14 +01:00

67 lines
4.5 KiB
Plaintext

OsmAnd (OSM Automated Navigation Directions) er landakorta- og leiðsagnarforrit með aðgangi að gögnum frjálsa, hágæða, OpenStreetMap (OSM) heimskortins. Nýttu þér leiðsögn með raddskilaboðum eða myndrænum ábendingum, skoðaðu merkisstaði (e: POI - points of interest), útbúðu og sýslaðu með GPX-ferla, nýttu þér hæðarlínur og hæðarupplýsingar (með hjálp viðbótar), veldu á milli aksturs-, hjólreiða- og göngustillinga, breyttu OSM beint í forritinu, og margt fleira.
OsmAnd+ er full útgáfa af þessu forriti. Íhugaðu að gefa pening til að styrkja verkefnið, fjármagna sérstakar nýjar aðgerðir og fá allra nýjustu uppfærslurnar.
Nokkrir helstu eiginleikar:
Leiðsögn
• virkar með nettengingu (hraðvirkt) eða án nettengingar (engin aukagjöld þegar þú ert erlendis)
• Raddleiðsögn beygju-fyrir-beygju (upptökur eða talgervill)
• Hægt að gefa ábendingar um akreinaskipti, birta götuheiti og áætlaðan komutíma
• Styður millipunkta á leiðinni þinni
• Sjálfvirkur endurútreikningur leiðar þegar farið er út af leið
• Leit að stöðum eftir heimilisfangi, eftir tegund (t.d.: veitingastaður, hótel, bensínstöð, safn), eða eftir landfræðilegum hnitum
Skoðun landakorts
• Birting á staðsetningu þinni og stefnu
• Hægt er að láta skjáinn stefna samkvæmt áttavita eða hreyfingarstefnu þinni
• Vistaðu mikilvæga staði í Eftirlæti
• Birtu merkisstaði (POI - point of interests) í kringum þig
• Birtu sérstakar kortaflísar af netinu, gervihnattasýn (frá Bing), mismunandi þekjur á borð við GPX-ferla fyrir leiðsögn/ferðamennsku og viðbótarlög með sérsníðanlegu gegnsæi
• Hægt er að birta staðaheiti á ensku, tungumáli heimamanna eða með hljóðframburði
Notaðu gögn frá OSM og Wikipedia
• Hágæða upplýsingar frá bestu samstarfsverkefnum heimsins
• OSM-gögn tiltæk í hverju landi eða svæði
• Merkisstaðir (POI) frá Wikipedia, frábært fyrir skoðunarferðir
• Ótakmörkuð ókeypis niðurhöl, beint í forritinu
• Þjöppuð ónettengd vektorkort, uppfærð einu sinni í mánuði
• Val á milli heildargagna svæðis eða einungis vegakerfis (dæmi: öll gögn fyrir Japan eru 700 MB en 200 MB fyrir vegakerfið eingöngu)
Öryggiseiginleikar
• Hægt að velja sjálfvirka skiptingu milli dags- og nætursýnar
• Valkvæð birting hraðatakmarkana, með áminningu ef farið er yfir hraðatakmörk
• Hægt að láta aðdrátt vera háðan hraða
• Deildu staðsetningunni þinni svo að vinir þínir geti fundið þig
Eiginleikar fyrir hjóla- og göngufólk
• Skoðaðu göngu-, bakpokaferða- og hjólaslóðir, frábært fyrir útilífsfólk
• Sérstakir birtingar- og leiðarvalshamir fyrir hjólandi og gangandi
• Hægt að sjá biðstöðvar almenningssamgangna (strætó, sporvagnar, lestir) ásamt nöfnum leiða
• Hægt að skrá ferð í GPX-skrá á tækinu eða í þjónustu á netinu
• Valkvæð birting á hraða og hæðarupplýsingum
• Birting á hæðarlínum og hæðaskyggingum (í gegnum forritsviðbót)
Taktu beinan þátt í þróun OSM
• Tilkynntu villur
• Sendu GPX-ferla til OSM beint úr forritinu
• Bættu við POI-merkisstöðum og sendu þá inn til OSM (eða síðar ef nettenging er ekki fyrir hendi)
• Hægt að skrá ferð í bakgrunni (þó tækið sé svæft)
OsmAnd er opinn hugbúnaður og í stöðugri þróun. Hver sem er getur tekið þátt í gerð forritsins, til dæmis með því að tilkynna um hnökra, bæta þýðingar eða forrita nýja eiginleika. Lífleg staða verkefnisins og sífelldar endurbætur má þannig rekja til margra þátta samspils milli notenda og hönnuða. Verkefnið styðst líka við fjárhagslega styrki frá notendum sem nýtast til að fjármagna viðameiri forritun og prófanir.
Gæði og áætluð þekja landakorta:
• Vestur-Evrópa: ****
• Austur-Evrópa: ***
• Rússland: ***
• Norður-Ameríka: ***
• Suður-Ameríka: **
• Asía: **
• Japan & Kórea: ***
• Miðausturlönd: **
• Afríka: **
• Suðurskautslandið: *
Hægt er að sækja kort frá flestum heimsins löndum á netinu!
Frá Afghanistan til Zimbabwe, frá Ástralíu til BNA. Argentína, Brasilía, Kanada, Frakkland, Þýskaland, Mexíkó, Spánn, eða eitthvað annað …
Neikvæðir eiginleikar:
* Ófrjáls tilföng (NonFreeAssets) - Myndefni og útlitsgerðir eru með notkunarleyfi án leyfis til notkunar í atvinnuskyni.