fdroiddata/metadata/org.fdroid.fdroid.privileged/is/description.txt
2019-03-29 07:32:14 +01:00

14 lines
1,017 B
Plaintext

F-Droid þarfnast rótaraðgangs til að geta sett upp F-Droid forgangsviðbótina sem "priv-app" í kerfinu.
[[org.fdroid.fdroid]] getur nýtt sér kerfisheimildir til að setja upp, uppfæra og fjarlægja forrit án utanaðkomandi afskipta. Eina leiðin til að öðlast þessar heimildir er að gerast kerfisforrit.
Þarna kemur forgangsviðbótin til skjalana - hún er sjálfstætt forrit og mikið minna, hægt er að setja það upp sem kerfisforrit sem á samskipti við aðalforritið með AIDL IPC.
Þetta hefur ýmsa kosti í för með sér:
* Minna pláss notað á disksneið (minnishluta) kerfisins
* Kerfisuppfærslur fjarlægja ekki F-Droid
* Ferlið við uppsetningu inn í kerfið í gegnum rótaraðgang er öruggara
Í stað þessarar byggingarútgáfu, munu flestir notendur vilja setja upp OTA (Over-The-Air) ZIP-uppfærsluskrána sem kallast [[org.fdroid.fdroid.privileged.ota]]. Þetta er hér til að uppfæra forgangsviðbótina þegar hún hefur verið sett upp með OTA ZIP-skránni.